sunnudagur, september 3

tangerine trees and marmalade skies


ef þetta er ekki kjötmynd í lagi þá veit ég ekki hvað!
mér finnst ég skyldug til að setja þessa mynd þar sem ég hef orðið fyrir miklu áreiti af spurningum á borð við: var engin sól í tælandi? hva, mín bara föl? bíddu, varstu ekki í tælandi?
einmitt, þetta er eins og að kalla beinagrind feita, plís ekki minnast á það að ég sé ekki heltönnuð, þetta er minn akkelisarhæll.
en já, komin heim.. heim þar sem er best að vera, er það ekki?
frekar undarleg tilfinning að vera komin heim eftir fjögura vikna langt ferðalag sem mig var búið að dreyma um í nokkur ár. allt í einu er ég ævintýrinu ríkari og komin aftur heim, svona í bili amk.
ferðin var í einu orði sagt mögnuð, ég veit ekki alveg hvernig ég á að summa hana upp í fáum orðum enda kannski er það ómögulegt, látum sitja við mögnuð og dramatískar lýsingar á hóruhúsum í bangkok og pingpong show og viðreynslum pólverjans og fóstrum í formalíni á næsta kaffihúsi....
seinustu dagana þá hætti shopping guðin með okkur stelpunum.
hann var búinn að fá sig fullsaddann af prútti og frekjugangi og barasta hætti með okkur. Í kjölfarið gekk okkur ekkert að versla. Við sáum ekkert spes, enginn vildi prútta við okkur og við vorum reknar úr nokkrum verslunum með vel völdum tælenskum orðaskiptum. Ég og Rakel vorum á barmi taugaáfalls þar sem unnsan var hin sallarólegasta og borgaði uppsett verð; ég og rakel gerðum það svo aldeilis ekki og fyrir vikið keyptum ekki neitt og misstum af mörgum góðum kaupum sökum nískuskaps!
en svona er þetta, tælendingar geta ekki ætlast til þess að maður reyni að spila þennan leik og lifa sig inn í hann og svo bara breyta þeir reglunum án þess að láta mann vita!


allavega, seinasta daginn í bangkok hafði ég fengið mig fullsadda af því að missa af góðum kaupum og gafst upp á því að prútta. ég tók þessa ákvörðun á markaði sem seldi bara amulets og var troðinn af munkum í appelsínugulum klæðum sem ég mátti ekki horfa í augun á. ég ákvað að storka gvuðunum ekki frekar og borga bara uppsett verð og brosa og kveðja með krup-kuhn-kaaaahhhhh.
ég og rakel kvöddum unni okkar og sendum hana á vit muy thai og vil ég endilega benda á bloggið hennar sem er hin fínasta lesning, hér....href="http://blog.central.is/svadilfor">
já eftir stóðum við kjánastelpurnar tvær og héldum af stað í matarleit.
ég verð að fá að játa minn endalausa fokkans pirring á skilningsleysis tælendinga á hvernig veitingastaðir virka! ÉG-KÚNNI ÞEIR-ÞJÓNA, af einhverri ástæðu þá halda þeir að ég sé mætt til að gera þeim greiða og er svo heppin að fá að borga fyrir matinn sem þeim dettur í hug að skella á diskinn minn hverju sinni. Ef ég svomikið sem dirfist opna á mér trantinn til að gagnrýna matinn eða bara benda á að ég hafi ekki pantað mér þetta þá er svarið: SAME-SAME. Þetta er svar tælendinga við öllu undir sólinni. SAME SAME, but different. Naut og lamb er same same. Stuttir nælonsokkar eru það sama og háir bómullar. Bleikur kjúlli er same same og bleikt svínakjöt.
já gvuð vinnur á undarlegan hátt sem og tælendingar.

mér og rakel var hótað fangelsisvist seinasta kvöldið okkar í bangkok þar sem við neituðum að borga reikninginn eftir að hafa fengið örbylgjaðan óætan mat.
við á endanum gáfumst upp fyrir hlæjandi yfirþjóninum sem benti á myndir af einhverjum réttum og sagði bara same same og stungum af á næsta ísraelska stað sem við fundum. hann fundum við skammt hjá þar sem okkur var veltekið þrátt fyrir nett hórulegan klæðan í heilögu gvuðshúsi þar sem menn eru með kollur og konur með slæður og borða kosher. ég lét erendið berast um dónaskap fyrri veitingastaðarins og lét gyðingana lofa mér að borða ekki þar. ég held það hafi tekist. kannski sérstaklega þar sem ég sagði að þeir laumuðu beikoni í allan mat, þetta væri thing hjá þeim.
oh hefnd getur verið svo sæt.
það var því með pínu ælu í kokinu sem við kvöddum hið brosandi/hlæjandi land eftir að hafa borgað þúsund kall í óvæntan toll sem enginn gat gefið frekari skýringu á en við létum okkur hafa þar sem konan var með riffil.
auðvitað lét thai air okkur í sitthvor sætin á leiðinni heim og þegar kom að flugvélamatnum þá var kjúllinn búinn, en ekki hvað?!
ég hótaði allri áhöfninni lífláti en áttaði mig fljótt á því að það var ekki svo góð hugmynd í ljósi yfirvofandi og stöðugrar hryðjuverkarógnar sem heimsbyggðin og flugvélar búa við.

við lentum ferskar í sjöbenhávn og fannst gott að vera komnar í kaldara lofstlag með fallegum karlmönnum.
damn hvað danskir strákar eru heitir. hér með ætla ég alveg að skipta yfir. þeir kannski stíga ekki allir í vitið en ofsalega er gaman að horfa á þessa velklæddu tilfinninganæmu stráklinga, baby baby.
hvað um pungana, ég og rakel áttum yndislega stund í kaupmannahöfninni. við sötruðum rauðvín, mátuðum allt í HogM en keyptum bara 4% af því, slúðruðum á dimmum kaffihúsum, borðuðum sushi og góða bruncha, versluðum aðeins meira og fengum okkur svo bjór :)
ég hefði trúað því að ég myndi falla svona fyrir þessari borg, kannski liggur leið mín þangað í framtíðinni, danirnir eru víst alveg sjúkir í kynlífsráðgjöf.
þó held ég að danmörk verði sett á ís í einhvern tíma og geymd en ekki gleymd.
Ég játa að það var ákveðin tómleiki í hjartanu að vera sjá borgina í nýju ljósi og vonast eftir krullhaus á næsta götuhorni.. best að setja hana bara á ís í smá tíma..


annars held ég að þetta sé komið gott af mér í bili. ég og jack johnson erum að rifja upp sætar minningar af Koh Tao...
kannski ef ég er í stuði á morgun þá segji frá slagsmálunum sem ég og frænkur mínar lentum í á ljósanótt þar sem það þurfti að kalla á lögguna til að slíta hópslagsmálin í sundur og ég hringdi í brósa sem safnaði 30 helgeðveikum keflvíkingum saman til að hefna fyrir systur sína og frænkur.... eða bara eins og strákurinn sagði : það fokking fokkar enginn upp á systur mína! hann verður fokking drepinn!
good times.
ég vil nýta tækifærið og koma þökkum til lögreglunnar í keflavík sem gerði ekki FOKKANS SKÍT við litla 15 ára pakkið sem sló og hrinti mér og fertugri frænku minni... einkar hressandi þegar litlar 15 ára hórur hóa saman níu unglinga vini sína sem enga virðingu bera fyrir neinum. kannski er löggan bara eins, enginn virðing.
fyrir neðan allar hellar að fullorðið fólk (ég og eiríka frænka) sem erum edrú að fylgja börnunum heim skulum lenda í slíkri líkamsárás og löggan bara eltir okkur og leyfir litlu fullu unglingunum að rölta um hafnargötuna að segja söguna af gömlu beyglunum sem þau voru að berja!
og þessu liði borgar maður laun!
skattar smattar, þá á að endurskoða löggæsluna í reykjanesbæ!



scuba sigga kveður þar sem ég er á leið í háttinn, verð að fara snúa sólahringnum við, þetta er ekki hægt.

siggadögg
-sem a frænda sem heitir Patrekur Sólimann og einn nýfæddan Stjánason-

6 ummæli:

Mia sagði...

I toooold you woman að Köben væri YNDISLEG borg... ég vil heyra meira um hóruhús og ping pong show í Bangkok hahaha

eks sagði...

Þú ert nú bara dead sexy þarna brúna beauty! Ég vill líka fara til Tælands........... og koma heim tónuð og sæt :)

Ég er laus alla næstu helgi, það væri geðveikt ef þú hefðir einhvern tíma :) Vertu í bandi, þá meina ég SamBandi ;)

Nafnlaus sagði...

helllllu pretty lady.. taeland saknar thin (eda allavega litil stulkusnot sem stodd er i taelandi) holy moly hvad eg er samt i slaemu formi, ef ekki vaeri fyrir thetta yndislega trekking tha held eg ad eg vaeri hreinlega daud so good times..

Nafnlaus sagði...

og hvar eru myndirnar?

Nafnlaus sagði...

hvað sem þú gerir, bara aldrei aldrei versla á uppboði lögreglunnar!
Niður með lögguna, í Keflavík sem og annars staðar!

ash

Nafnlaus sagði...

Fuck marrr...eg hefdi fengid maleria skitu af hrædslu ef unglingar hefdu radist a mig...hvad tha fullir unglingar...vonum ad thau lendi i medferd og verdi einstædar drykkfelldarmæður fyrir 20 aldurinn med skitug börn med hor niður a hæla! Hana nu engin fucking fuckast i Scooba Siggu
Rakkuss